Björgvin Tómasson orgelsmiður Eftir tónmenntakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1977 og kennslustörf við Varmárskóla í Mosfellssveit og Tónlistarskóla Mosfellshrepps hélt Björgvin Tómasson haustið 1978 til náms í orgel- og harmóníumsmíði í Þýskalandi. Meistari Björgvins í faginu var Reinhart Tzschöckel. Óhætt er að fullyrða að það hafi verið Björgvini til mikils happs, því fjölbreytni verkefna á verkstæði hans var mikil. Þar voru smíðuð allt frá minnstu gerðum pípuorgela upp í stærstu kirkjuorgel. Að loknu sveinsprófi í janúar 1983 frá Orgelbau Fachschule Ludwigsburg starfaði Björgvin áfram hjá meistara sínum til júli 1986. Á þeim tíma voru smíðuð nokkur orgel til Íslands og tók Björgvin þátt í þeirri smíði og síðan uppsetningu þeirra. Áður hafði Tzschöckel sett upp nokkur orgel í íslenskar kirkjur á vegum hinnar þekktu orgelsmiðju E.F.Walcker & Cie.
Comments are closed.