Saga orgelsmiðjunnar
Orgelsmiðjan hóf starfsemi sína á Íslandi árið 1986. Í byrjun fólust verkefni Björgvins orgelsmiðs aðallega í harmóníumviðgerðum og stillingum á pípuorgelum.
Fyrsta stóra verkefnið hófst í byrjun ársins 1988 þegar fyrsti samningur um nýsmíði á pípuorgeli var gerður við sóknarnefnd Akureyrarkirkju. Um var að ræða 5 radda orgel með einu hljómborði og fór vígsla þess fram þann 23. október sama ár. Í kjölfarið fylgdu tvö tveggja borða hljóðfæri, annað í Ólafsfjarðarkirkju og hitt í Fáskrúðsfjarðarkirkju.
Fyrstu sex hljóðfærin voru smíðuð í kjallara íbúðahúss fjölskyldunnar í Mosfellsbæ, en sumarið 1991 var fjósið að Blikastöðum í Mosfellsbæ tekið á leigu og fór starfsemin þar fram næstu 14 árin.
Árið 2005 flutti starfsemin á Stokkseyri og verkstæðið opnað formlega þar á fæðingardegi Páls ísólfssonar þann 12. október.
Hljóðfæri sem orgelsmiðjan hefur skilað af sér í gegnum árin eru orðin fjölmörg og er nánari kynningu á þeim að finna hér.
Comments are closed.